Persónuverndarstefna

Inngangur

Vernd persónulegra upplýsinga viðskiptavina, birgja, samstarfsaðila og gesta á vefsíðum Lúxúr ehf. skiptir okkur miklu máli.  Það er stefna okkar að öll vinnsla með persónuupplýsingar hlíti lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs eins og kveðið er á um í lögunum.

Ábyrgð

Lúxúr ehf., hér eftir nefnt Lúxúr eða fyrirtækið, framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur þess bera ábyrgð á stefnunni og að henni sé framfylgt.

Stefna

Stefna fyrirtækisins er að safna, geyma og vinna aðeins með þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar og skylt er að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.  Fyrirtækið nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir.

Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Til að geta veitt viðskiptavinum okkar þjónustu okkar þurfum við að móttaka ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer eða lykilorð.  Upplýsingar um viðskipti okkar viðskiptavina, svo sem tegund þjónustu, vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu og önnur atriði sem tengjast reikningsgerð eru líka vistaðar.  Við notum þessi gögn til að veita viðskiptavinum okkar umbeðna þjónustu eða nauðsynlegar upplýsingar, svo sem breytingu á þjónustu eða skilmálum, til að geta gefið út reikninga vegna veittrar þjónustu, vörusölu eða við lausn deilumála.  Með samþykki þínu kunnum við einnig að nota upplýsingar til markaðsrannsókna í því skyni að geta veitt upplýsingar um þær vörur okkar og þjónustur sem henta þér best og sniðið tilboð að þínum þörfum.

Persónuvernd á vefsíðum okkar

Vefsíður okkar eru opnar öllum án þess að skrá þurfi inn persónuupplýsingar.  Ef valið er að eiga samskipti við okkur í gegnum vefsíðu okkar, t.d. með útfyllingu á formi, í spjallglugga eða með því að stofna þjónustubeiðni, er nauðsynlegt að skrá niður og vinna með þær upplýsingar sem þar eru skráðar af þér.  Þegar þú heimsækir vefsíður okkar skráum við m.a. upplýsingar um tenginguna, þ.e.a.s. IP tölu, tegund vafra, tegund tækis og hvaða síður þú skoðar.  Þessar upplýsingar eru sóttar í þeim tilgangi að bæta vefsíður okkar og þjónustu.

Við notumst einnig við vefkökur og sambærilega tækni til að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðum okkar og bæta upplifun þína.  Sem dæmi upp bætta upplifun er að tryggja að kerfið sem notað er fyrir spjallrás vefsíðunnar þekki þig aftur og tryggi þannig að þú getir haldið áfram með spjall sem var í gangi áður en þú kvaddir vefsíðu okkar síðast.

Samskiptaupplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu okkar eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband með því að senda okkur póst á [email protected].